Kolbrún Bergþórs hætt á Mogganum

Fjölmiðlakonan Kolbrún Bergþórsdóttir er hætt á Morgunblaðinu. Þetta staðfestir hún í samtali við Nútímann.

„Ég er að fara í aðra vinnu. Það kemur bara í ljós hvað það er,“ segir Kolbrún. Aðspurð hvenær það kemur í ljós segir hún að það gæti jafnvel verið á morgun.

Kolbrún Bergþórsdóttir hefur starfað á Morgunblaðinu frá árinu 2008 og hefur fjallað þar um menningu. Hún starfaði þar áður á dagblaðinu 24 stundir þangað til það var lagt niður árið 2008.

Skrif Kolbrúnar hafa oft vakið mikla athygli og stundum hörð viðbrögð. Í fyrra skrifaði hún viðhorfspistil um viðbrögð áhangenda Manchester United við ákvörðum Alex Ferguson að hætta störfum sem knattspyrnustjóri liðsins.

Þá sagðist hún í samtali við Vísi ekki ætla að biðjast afsökunar:

Ég vissi að þeir yrðu alveg brjálaðir, það má ekkert segja í þessu þjóðfélagi. Reyndar ofbauð mér hvernig fullorðnir karlmenn létu í sambandi við Ferguson. Þeir voru hágrenjandi allan daginn og ræddu þetta frá níu til fimm. Það var ekki vinnufriður fyrir karlmönnum sem voru í tilfinningalegu uppnámi. Ég er orðin mjög þreytt á þessu. Þeir ættu frekar að opna bók.

Meðfram starfi sínu á Morgunblaðinu hefur hún fjallað um bækur í þættinum Kiljan á RÚV.

Auglýsing

læk

Instagram