Kynna verðlaunatillögu um útlit mosku í Reykjavík, hér eru sjö bestu ummælin af netinu

Verðlaunatillagan um útlit mosku í Sogamýri í Reykjavík gerir ráð fyrir átta og hálfs metra hárri byggingu með 18,5 metra háum turni. Þak byggingarinnar verður torfi lagt en efst á því verður kúptur glergluggi sem stendur metra hærra en sjálft þakið. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Moskan verður um 640 fermetrar á tveimur hæðum og á útlit hennar að sameina hefðir Íslendinga og múslima í arkitektúr. Á vef RÚV kemur einnig fram Arkitektarnir Gunnlaugur Stefán Baldursson og Pia Bickmann séu höfundar vinningstillögunnar. Þau hlutu 2,5 milljónir í verðlaun.

Sjá einnig: Langholtsskóli hættir kirkjuferðum, hér eru 17 bestu ummælin frá virkum í athugasemdum

Vísir greindi einnig frá málinu og þar hefur fólk látið í sér heyra í athugasemdakerfinu. Nútíminn tók saman bestu ummælin.

 

1. Jóhanna Gísladóttir skrifar:

„En fallegt!“

2. Pétur Oddbergur Heimsson skrifar:

„Ekkert smá falleg hönnun!“

3. Jóhann Þór Hopkins skrifar:

„Glæsilegasta hús til hamingju múslimar á Íslandi.“

4. Fríða Björk Gunnarsdóttir skrifar:

„Þetta finnst mér gullfalleg bygging, þjóðleg og fellur vel inn í umhverfið.“

5. Gunnar Rúnar Ingibjargarson skrifar:

„Já ég fagna þessu innilega, um þetta snýst trúfrelsi, að allir séu frjálsir að stunda sína trú.“

6. Gunnar Friðrik skrifar:

„Flott hús og fellur vel inn í umhverfið.“

7. Jóhann Ingi Ólafsson skrifar:

„Mjög flott hönnun. Sérstaklega íslenskt yfirbragð yfir henni.“

Auglýsing

læk

Instagram