Heimsókn í eitt glæsilegasta hótel landsins við Jökulsárlón, sjáðu myndirnar

Auglýsing

Fosshótel Jökulsárlón opnaði á Hnappavöllum við rætur Öræfajökuls í júní á þessu ári. Hnappavellir eru á milli Skaftafells og Jökulsárlóns.

Óskar Finnsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandshótela, segir að hótelið hafa fengið frábærar viðtökur.

„Fyrstu gestir voru 16 manna japanskur hópur en síðan þá er hótelið búið að vera fullbókað í allt sumar. Frábærar viðtökur sem það hefur fengið,“ segir hann í samtali við Nútímann.

„Það er mikil eftirspurn eftir hóteli og góðum veitingastað á þessu svæði. Töluvert meiri en við gátum nokkurn tíman átt von á.“

Við verðum að segja að herbergin líta alveg hrikalega vel út

Standard-Room-3 FossHotel-GLACIER-15

????????????

Auglýsing

FossHotel-GLACIER-Suite

„Fólk situr helst til of lengi í morgunverðinum því útsýnið er stórkostlegt. Staðsetning hótelsins er í miðri sveit umlukið náttúru Íslands,“ segir Óskar.

Hér er ástæðan fyrir því að fólk situr í morgunverðinum nánast til hádegis

FossHotel-GLACIER-18

Og það verður að vera bar

FossHotel-GLACIER-30

Óskar segir að svæðið sé algjör náttúruperla. „Margir gestir fara í göngutúra um svæðið og svo er Skaftafell og Jökulsárlón í um 15 km fjarlægð í hvora átt. Gestum hefur þótt mjög skemmtilegt að vera í miðri náttúrunni,“ segir hann.

Ekki slæmt að tylla sér þarna

FossHotel-Outside-Chill-Area

????????????

IMG_1332

Og kindurnar á svæðinu eru reglulegir gestir, þó þær panti sér ekki gistingu. „Það er einstök upplifun að vera á 4 stjörnu hóteli úti í miðri sveit. Það eru rollur þarna á beit og grasið í kringum hótelið virðist vera einstaklega gómsætt,“ segir Óskar.

„Kindur kíkja oft í heimsókn og vekja kátínu gesta. Þær eru orðnar hálfgerð gæludýr og eiga það til að kíkja inn um neyðarinngangana. Svo er skúmur sem ræðst reglulega á starfsmenn, mögulega sendur af samkeppnisaðilum!“

Glacier-Lagoon-Sheep

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram