Tölvan segir nei! Fundur um viðmót og notendaupplifun í beinni útsendingu

Íslandsbanki stendur fyrir fundi um viðmót og notendaupplifun í stafrænum heimi. Fundurinn hefst klukkan 8.15 og er í beinni útsendingu í boði Íslandsbanka hér fyrir neðan.

Framsögumaður á fundinum verður Jói Sigurðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Crankwheel og fyrrum sérfræðingur hjá Google í Bandaríkjunum. Umræðustjóri verður Svanur Þorvaldsson, framkvæmdastjóri vefstofunnar Skapalóns.

Jói segist í samtali við Nútímann ætla að fjalla um aðferðir sem eru notaðar hjá CrankWheel til að smíða rétta vöru, uppgötva hvar í notkunarferlinu notendurnir lenda í vandræðum, og finna sársaukann sem notendur finna.

Fylgstu með fundinum í beinni útsendingu.

Kassamerkið #ISBfundur er notað til halda utan um umræðuna á Twitter.


Um er að ræða þriðja fundinn í fundaröðinni: Hvað geta bankar lært af öðrum. Fundirnir hafa verið í beinni útsendingu á Nútímanum en á þeim er því velt upp hvað bankar geta lært af tækni- og nýsköpunarfyrirtækjum.

Auglýsing

læk

Instagram