Landsmenn þurfa ekki að horfa á leikinn í regnfötum

Landsmenn sem ætla að horfa á leik Íslands og Nígeríu í dag á útisvæðum verða ekki blautir samkvæmt veðurspám. Það mun að öllum líkindum ekki vera rigning sunnan – og vestanverðu landinu á meðan á leiknum stendur en lítil hætta er á því að sólin skíni.

Íbúar norðaustan – og austanlands munu hins vegar geta sleikt sólina því þar er spáð allt að 22 stiga hita. Varað er við snörpum vindkviðum á norðvestanverðu landinu og á hálendinu í dag.

Því ættu landsmenn að geta notið leiksins á þeim fjölmörgu útisvæðum sem boðið er upp á. Á höfuðborgarsvæðinu er HM við Ingólfstorg og í Hljómskálagarðinu, leikurinn verður einnig sýndur við Vesturbæjarlaug og á tónlistarhátíðinni Secret Solstice og á fleiri stöðum.

 

Auglýsing

læk

Instagram