Lögmaður segir Stellu Briem hafa átt upptökin að átökunum í dalnum

Garðar St. Ólafsson lögmaður segir í orðsendingu til fjölmiðla að frásögn Stellu Briem, formanns Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands, sé langt frá sannleikanum.

Stella sagði í viðtali við Vísi á mánudag að ráðist hafi verið á sig vegna þess að hún er femínisti. Hún sagðist ætla að kæra árásina.

Sjá einnig: Formaður Femínistafélags Verzló kærir árás í dalnum

Garðar er lögmaður stúlku sem er sökuð um að hafa tekið þátt í árásinni.

Hann segir að femínismi „eða aðrar stjórnmálaskoðanir“ tengdust atburðarás ekki með öðrum hætti en að það virtist æsa Stellu Briem mjög að ókunnugt fólk vissi ekki að hún væri formaður Femínistafélags Verzlunarskóla Íslands.

Enginn sem kom að atvikum vissi hver Stella Briem var áður en hún öskraði: „Veistu ekki hver ég ER?“ á fólk sem hafði gerst svo djarft að biðja um að komast fram hjá henni í mannþröng.

Hann segir að enginn hafi ráðist á Stellu að fyrra bragði en að til átaka hafi komið eftir að Stella stökk á aðra stúlku og reif í hár hennar.

„Fórnarlamb árásar Stellu fór niður á lögreglustöð nú eftir helgi og reyndi að kæra árásina, en var tjáð að hún gæti ekki kært líkamsárás án áverkavottorðs.“

 

Auglýsing

læk

Instagram