Lögreglan notar eftirlitsmyndavélar við Austurvöll til að upplýsa atburðarásina sem leiddi til dauða Klevis

Lögreglan hefur aflað gagna úr eftirlitsmyndavélum við Austurvöll sem gefa góða mynd af atburðarásinni þegar Klevis Sula var stunginn þar til bana um síðustu helgi. Meintur árásarmaður, Íslendingur á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi. Frá þessu er greint á Rúv.is

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við Rúv að upptökur úr eftirlitsmyndavélum við Austurvöll hafa hjálpað til við að upplýsa atburðarásina sem leiddi til dauða Klevis.

„Já, við höfum aflað upptaka úr öryggismyndavélum þarna á Austurvelli, bæði úr öryggismyndavélum sem eru þarna á vegum lögreglu og borgarinnar og síðan frá einkaaðilum í nágrenninu,“ segir Grímur í samtali við Rúv.

Þá er haft eftir Grím að upptökur úr myndavélum við Alþingi hafi einnig nýst vel við rannsóknina.

Auglýsing

læk

Instagram