Auglýsing

Magni sá loksins höfrungana gráta ellefu árum eftir að hann sló í gegn í Rock Star Supernova

Við munum öll eftir árinu 2006. Ekki vegna þess að strákarnir okkar í handboltanum fóru á stórmót eða vegna þess að Eggert Magnússon keypti enska úrvalsdeildarliðið West Ham. Heldur vegna þess að Magni Ásgeirsson fór til Bandaríkjanna og sló í gegn í raunveruleikaþáttunum Rock Star: Supernova.

Þetta var Magni …ficent!

Í annál Morgunblaðsins fyrir árið 2006 er talað um að „rokkæði“ hafi gripið þjóðina. Þegar þættirnir voru sýndir í beinni útsendingu gripu margir til þess ráðs að stilla tölvurnar sínar á Havaítíma til að geta kosið aftur, eftir að hafa kosið á íslenskum tíma.

Morgunblaðið hafði þetta að segja um þátttöku Magna:

„Eftir því sem á þættina leið virtist staða Magna styrkjast og áhugi Íslendinga á þáttunum jókst í réttu hlutfalli. Svo fór að Magni komst í úrslitaþáttinn ásamt þremur öðrum en endaði í 4. sæti.“

Á þessum tíma var fólki sem gekk vel í útlöndum fagnað í Smáralind. Á því var engin breyting þegar Magni sneri heim en mikill mannfjöldi beið hans í Vetrargarðinum sem er í dag Skemmtigarðurinn.

En að máli málanna. Af öllum lögunum sem Magni flutti í keppninni var þetta hérna eftirminnilegast

Dolphins Cry með Live. Lagið hefur notið mikilla vinsælda í íslenskum eftirpartíum og nú, ellefu árum eftir að Magni hafnaði í 4. sæti í Rock Star: Supernova, þá virðist hann hafa séð höfrungana gráta.

Sönnunargagn A: Myndband sem Magni birti á Facebook-vegg Audda Blöndal í dag:

Loksins! ????

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing