Malín Brand segir mannorðið farið: „Einhvern veginn höfð að fífli“

Malín Brand, blaðamaður á Morgunblaðinu, hafnar því að hafa komið að því að skipuleggja fjárkúgun á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra. Þetta kemur fram í viðtali við hana á Vísi.

Malín var handtekin ásamt systur sinni, Hlín Einarsdóttur, vegna málsins á föstudag. Hún segir í viðtalinu á Vísi að hún hafi verið blinduð af fjölskyldutengslum.

„Á þessu augnabliki horfir maður á lífið sitt, sem maður er búinn að byggja upp og hafa mikið fyrir, að vera góður blaðamaður og standa sig í vinnu og vera trúverðugur, eiga traust fólks, eins og ég hef átt, yfir í það að vera einhvern veginn höfð að fífli,“ segir hún á Vísi.

Allt í einu er mannorðið bara farið af því að maður blandaðist inn í vitleysu.

Malín fullyrðir að hún hafi ekki komið nálægt bréfasendingunni og sjálfri fjárkúguninni. Smelltu hér til að lesa viðtalið á Vísi.

Auglýsing

læk

Instagram