Matthías í öðru sæti yfir heitustu karlkyns keppendur Eurovision í ár

Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari hljómsveitarinnar Hatara, var valinn í annað sæti yfir heitustu karlkyns keppendur Eurovision í ár hjá Eurovisionmiðlinum Good Evening Europe. Matthías fær 10 stig hjá álitsgjöfum miðilsins en sá heitasti í ár er Joci Papai sem kemur fram fyrir Ungverjaland. Hann fær 12 stig.

Sjá einnig: Mikilvæg æfing Hatara í Tel Aviv í dag

Íslendingar hafa vakið mikla athygli í aðdraganda keppninnar en álitsgjafar Good Evening Europe segja að sú athygli sé verðskulduð. Matthías fær hrós fyrir lögulegan líkama sinn en einnig fyrir ögrandi viðhorfið sem hann sýnir.

„Hann vefur líkama sinn í leður, predikar smá mannréttindi og öskrar úr sér hjartað á sviðinu og við erum til í það. Hann elskar að lifa á brúninni og þar munum við finna hann,“ segir í lýsingu á söngvaranum.

Auglýsing

læk

Instagram