Auglýsing

Mennirnir vilja 20 milljónir frá fréttamanni 365 vegna umfjöllunar um Hlíðamálið

Mennirnir sem sakaðir voru um nauðgun í Hlíðamálinu svokallaða vilja hvor um sig tíu milljónir í miskabætur frá einum fréttamannanna sem þeir stefna vegna meintra ítrekaðra ærumeiðandi ummæla og friðarbrots.

Málið snýr að fréttaflutningi fjögurra fréttamanna hjá 365 miðlum og var það þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn. Mennirnir krefjast þess að 32 ummæli sem komu fram í fréttum fólksins verði dæmd dauð og ómerk.

Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en samkvæmt fréttum Fréttablaðsins voru mennirnir sakaðir um hrottalegt ofbeldi. Ríkissaksóknari felldi niður málið gegn mönnunum tveimur í júní í fyrra og staðfesti þar með ákvörðun héraðssaksóknara

Sjá einnig: Fjórum fréttamönnum stefnt vegna Hlíðamálsins, farið fram á milljónir í miskabætur

Misháar kröfur eru gerðar til fréttamannanna. Hæsta miskabótakrafan snýr að þeim sem stefnt er vegna flestra ummæla, eða 29 ummæla. Krefjast mennirnir þess að fréttamaðurinn greiði hvorum þeirra 10 milljónir.

Öðrum fréttamanni er stefnt vegna þriggja ummæla og krefjast mennirnir þess að hann greiði hvorum þeirra eina milljóna.

Þriðja fréttamanninum er stefnt vegna einna ummæla og er hann krafinn um hálfa milljón til hvort stefnanda.

Þá er fjórða fréttamanninum stefnt vegna tveggja ummæla og þess krafist að hann greiði hvorum manninum eina milljón.

Í stefnunni kemur fram að 365 miðlar beri ábygrð á greiðslu fésekta, skaðabóta og fleiru sem stefndu kann að vera gert í málinu.

Í stefnunni segir að „slagkraftur umfjöllunar stefndu [hafi verið] slíkur að stefnendur óttuðust um líf sitt vegna múgæsingsins sem umfjöllun stefndu skapaði og hrökkluðust þeir úr landi þar sem þeir dvöldu meira og minna næstu níu mánuði.“

Þá kemur fram að annar mannanna hafi misst vinnuna í kjölfar umfjöllunarinnar og hinum hafi verið gert að hætta námi við Háskólan í Reykjavík.

Einnig segir að báðir mennirnir hafi glímt við langvarandi kvíða og þunglyndi vegna umfjöllunarinnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing