Mexíkóskir aðdáendur ollu jarðskjálfta þegar Lozano skoraði gegn Þjóðverjum

Stuðningsmenn mexíkóska landsliðsins í fótbolta ollu jarðskjálfta í heimalandi sínu þegar þeir fögnuðu marki sinna manna gegn Þjóðverjum í leik þjóðanna á HM í gær. Mexíkóska jarðfræði – og loftslagsstofnunin mældi jarðskjálfta upp á 3 að stærð þegar Hirving Lozano, leikmaður Mexíkó skoraði sigurmark gegn heimsmeisturum Þjóðverjum.

Jarðskjálftinn varð klukkan hálf ellefu í Mexíkó þegar aðdáendur liðsins stukku upp á sama tíma og fögnuðu markinu

Skjálftinn mældist vel á jarðskjálftamælum eins og sjá má á þessum myndum en var þó ekki nógu stór til þess að fólk fyndi fyrir honum

Svona „gervi“ jarðskjálftar eru þekkt fyrirbæri og mörg dæmi eru um litla skjálfta þegar eitthvað mikið gengur á, eins og þegar 30 þúsund aðdáendur Leicester City ollu litlum skjálfta þegar Leonardo Ulloa skoraði á síðustu mínútu í leik gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni árið 2016.

Hér er glæsilegt mark Lozano gegn Þjóðverjum en hann sagði í viðtali eftir leikinn að þetta hafi verið einn stærsti sigur landsliðsins frá upphafi

Auglýsing

læk

Instagram