Microsoft ætlar að lækna krabbamein innan tíu ára

Tæknirisinn Microsoft hefur heitið því að lækna krabbamein innan tíu ára. Þetta kemur fram á vef The Telegraph.

Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast hafa fundið aðferð til þess að lækna veikar frumur líkamanns og ætla þeir að gera það með því að endurforrita frumurnar í heilbrigt ástand.

Microsoft hefur ráðið til sín hóp þar sem mjög færir líffræðingar, forritarar og verkfræðingar eiga að að vinna að því að lækna krabbamein á svipaðan hátt og unnið er að viðgerðum á göllum í tölvukerfi.

Chris Bishop, framkvæmdastjóri rannsóknarstofu Microsoft Research, segir í samtali við The Telegraph að hópurinn vinni að því að hann sérstaka DNA-tölvu sem yrði komið fyrir í frumum líkamans. Hún á svo að koma auga á krabbamein í frumum og eyða því.

Sama tölva hermir síðan eftir starfsemi heilbrigðar frumu og vinnur að því að hjálpa líkamanum að ná sér.

Nánar um málið á vef The Telegraph.

Auglýsing

læk

Instagram