Miðflokkurinn bætir við sig fylgi – Stærri en Vinstri Græn og Samfylkingin

Sjálfstæðisflokkurinn mældist með mest fylgi stjórnmálaflokka á Alþingi í nýrri könnun MMR. Flokkurinn mælist með 19 prósent fylgi sem er þó þremur prósentustigum minna en í mælingu júnímánaðar.

Sjá einnig: Fimm hlutir sem hægt er að gera á styttri tíma en þingmenn Miðflokksins hafa rætt þriðja orkupakkann á Alþingi

Píratar mælast næst stærstir með 14,9 prósent fylgi, svipað fylgi og í síðustu mælingum. Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við sig fylgi. Fylgi þeirra jókst um tæp fjögur prósentustig og mældist nú 14,4 prósent.

Það er meira en bæði Samfylkingin, sem mældist með 13,5 prósent og Vinstri Græn sem mældust með 10,3 prósent fylgi. Bæði Samfylkingin og VG mælast með um prósentustigi minna en í síðustu könnun. Stuðningur við ríkisstjórnina mældist 40,9 prósent.

Auglýsing

læk

Instagram