Miley gagnrýnir Taylor Swift: „Ég sé ekki hvernig ber brjóst eru verri en byssur“

Miley Cyrus gagnrýnir karlrembuna í tónlistarbransanum, græðgi og Taylor Swift í forsíðuviðtali tímaritsins Marie Claire, sem kom út á dögunum.

Hún segir að karlremban sé úti um allt í tónlistarbransanum og í Hollywood.

„Kendrick Lamar syngur um LSD og er svalur. Svo geri ég það og þá er ég dóphóra,“ segir Miley, ómyrk í máli.

Hún gagnrýnir kollega sína í bransanum fyrir að hugsa ekki um neitt annað en að græða. „Fólk verður frægt svo það geti þróað vörumerkið sitt og selt meira af drasli til að græða meiri pening,“ segir hún.

Þetta er endar aldrei. Græða meira, gefa út fleiri hittara, leika aðalhlutverk í kvikmynd. Þetta örvar þig en gerir þig ekki hamingjusama. Ég er búin að upplifa þetta allt og get staðfest það.

Þá skýtur hún föstum skotum á Taylor Swift fyrir ofbeldi í myndbandinu við lagið Bad Blood.

„Ég næ ekki alveg þessu obeldis- og hefndardæmi,“ segir hún. „Á þetta að vera gott fordæmi? Og ég er slæm fyrirmynd vegna þess að ég hleyp um á brjóstunum. Ég sé ekki hvernig ber brjóst eru verri en byssur.“

Auglýsing

læk

Instagram