Minnispunktar frá Secret Solstice gefa sjaldséða innsýn í foreldraröltið: „Hittum nokkra í Hagó að tjilla og veipa“

Fréttablaðið sagði frá því í morgun að borgarráð Reykjavíkur færi nú yfir umsagnir um tónlistarhátíðina Secret Solstice. Í framhaldinu ætlar ráðið taka afstöðu til þess hvort hátíðin fái að vera áfram í Laugardal. Eitt af því sem haft er til hliðsjónar eru minnispunktar frá foreldrarölti hátíðarinnar. Óhætt er að minnispunktarnir gefi góða innsýn inn í röltið sem virðist æsi spennandi.

Nútíminn tók saman brot af því besta en lengri umfjöllun um málið má lesa á Vísi.is

Fimmtudagur 15.júní

20:00

„Mættum þremur flóttalegum boys úr KM (Kringlumýri) fyrir utan svæði.“

23:00

„Mikið um unglinga að reykja. 10.bekkingar ur Hagaskóla og Háteigsskóla – engin sjáanleg drykkja, bara vape og sígó.

Föstudagur 16.júní

21:00

„No action.“

22:00

„Löggan fór baksviðs að horfa á foo fighters. Við röltum um svæðið. Sjúkratjaldið fékk contact hjá rölti.“

23:00

„Fjórar stelpur úr Hagaskóla – d r u n k. Ekki nógu ölvaðar til að lögregla vildi taka þær inní athvarf.“

00:30

„Sömu fjórar stelpur – flottar, stilltar á leiðinni heim.“

Laugardagur 17. júní

20:15

„Hittum nokkra unglinga (8.-9.bekk) að deila bjór í glasi. Drifu sig burt.“

20:20.

„Hittum nokkra í Hagó að tjilla og veipa. Sáum rosalega mörg ungmenni á menntaskólaaldri undir miklum áhrifum og með áfengi sem þau keyptu á barnum.“

Sunnudagurinn 18.júní 

 20:30

„Hittum ungling fæddan 2001 úr Tjörninni (ekki með armband) með drykk. Ekki sjáanlega drukkin. Hún fór undan i flæmingi. Ræddum við lögregluna sem hafði ekki tíma til að tékka á henni að svo stöddu. Hittum marga unglinga, flestir í fínum málum og mjög mörg drukkin ungmenni fædd.“

21:25

„Hittum 2 drukknar stúlkur úr Tjörninni, báðar fæddar 2001 (í sitthvoru lagi, með vinum) í áhorfendaskaranum fyrir framan stóra sviðið. Ræddum við báðar stúlkur og vini um að passa uppá hvert annað og fara varlega. Löggan ekki með. Heyrðum í athvarfinu og mátum sem svo að mikilvægast væri að skipta liði og hitta á lögguna.

 22:00

„Hittum armbandslausa unglinginn aftur, aftur með drykk af barnum og orðin nokkuð ölvuð. Ræddum við vini stúlkunnar sem sögðust vera að passa uppá hana og myndu fylgja henni heim.

Auglýsing

læk

Instagram