Mistök í plötudómi í Fréttablaðinu kallast á við fyrirsögnina: „Smáatriðin skipta máli“

Auglýsing

Umslag plötunnar Ask the Deep sem tónlistarkonan Sóley sendi frá sér í fyrra fylgir dómi um fyrstu sólóplötu Mr. Sillu í Fréttablaðinu í dag. Mistökin eru vandræðaleg í ljósi þess að fyrirsögnin er: „Smátriðin skipta máli“ en á eflaust að vera „Smáatriðin skipta máli“.

Platan fær fimm stjörnur í Fréttablaðinu og gagnrýnandinn Björn Teitsson segir í niðurstöðu sinni að Silla sé á heimavelli í dimmum hljóðheimi þar sem vonin og gleðin séu aldrei langt undan.

Sjálf þakkar Mr. Silla, eða Sigurlaug Gísladóttir, fyrir fallegan dóm á Facebook-síðu sinni. „Getum við samt plís reynt að vera sammála um að ég og elskuleg vinkona mín og stórstjarna Sóley Stefánsdóttir erum ekki sama manneskjan,“ segir hún létt og minnir á tónleika sína í kvöld.

Ég veit að það er erfitt að gera pláss fyrir tvær dökkhærðar stelpur með gleraugu. Ég veit að það er bæði s OG l í báðum nöfnum. Ég veit. En hey komum öll á tónleika með Mr. Sóley, nei úbs Mr. Silla í kvöld í Hörpu. Þar verður svo gaman!

Upplýsingar um tónleikana má finna hér.

Auglýsing

læk

Ummmmm...

Instagram