Móðir Klevis: „Við héldum að Ísland væri mjög öruggt land og að svona myndi ekki gerast hérna“

Natasha Sula, móðir Klevis Sula, Albanans sem lést af sárum sínum á föstudag eftir hnífstunguárás segir í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 að hann hafi ætlað að hjálpa meintum árásarmanni þegar ráðist var á hann. Natasha og Enea, bróðir Klevis komu til landsins og voru með honum síðustu daga lífs hans.

Sjá einnig: Minnist vinar síns sem var stunginn í Reykjavík: „Hann fékk fólk til að brosa og var alltaf jákvæður“

„Hann talaði mjög vel um Íslendinga og kunni vel að meta fólkið hérna. Hann var mjög hamingjusamur að vera hérna. Við héldum að Ísland væri mjög öruggt land og að svona myndi ekki gerast hérna,“ sagði Natasha Sula, móðir Klevis í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 

Klevis sem var aðeins tvítugur hafði dvalið á Íslandi í nokkra mánuði þegar hann lést en hann hafði áður dvalið hér á landi. Meintur árásarmaður, Íslendingur á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi

Farið var af stað með fjársöfnun til styrktar fjölskyldu Klevis svo hægt væri að flytja jarðneska leifar hans heim til Albaníu. Þeirri söfnun er nú lokið fram kemur í fétt Stöðvar 2 að söfnunin hafi gengið vel.

Auglýsing

læk

Instagram