Múgæsing í Kringlunni: Hart barist um sófaborð

Örtröð myndaðist fyrir utan verslun Söstrene Grene í Kringlunni í byrjun september þegar sala á eftirsóttum sófaborðum hófst. Hundruð viðskiptavina biðu fyrir utan verslunina þegar hún opnaði og lætin urðu svo mikil að það lá við handalögmálum. Borðin eru aftur væntanleg til landsins 24. október. Þetta kemur fram í DV.

Í samtali við DV segir Brynja Scheving, eigandi Söstrene Grene í Kringlunni og Smáralind, að í Smáralind hafi verið búið að mynda snyrtilega röð þegar starfsmenn opnuðu:

En í Kringlunni var bara þvaga og ég var að reyna að opna en fékk ekki konurnar til að fara í röð. Þannig að það varð bara kaótískt. Eiginlega múgæsing, og þessi 200–300 borð sem ég var með voru farin af brettinu á korteri. Svo var ég klukkutíma að afgreiða röðina sem náði í gegnum alla búðina og við urðum að setja takmörk, tvö borð á mann og þvíumlíkt svo allir fengju. En svo er ég að fá einhvern slatta af þessum borðum aftur núna 24. október en það verður örugglega ekki nóg.

Borðunum þykir svipa til danskrar hönnunarvöru:

Brynja segir að borðin séu svo vinsæl í Evrópu að framleiðandinn hafi ekki undan. „[Þau eru] með sínar 50–60 búðir í Evrópu þannig að við höfum ekki fengið þetta í miklu upplagi. Og svo eru þau á mjög góðu verði fyrir fólk sem er að sjá sambærileg borð á einhverja hundrað þúsund kalla.“

Auglýsing

læk

Instagram