Myndaveisla úr svakalegu götupartýi: Stefnumót hönnunar og tónlistar

Kraumur tónlistarsjóður og Hönnunarsjóður Auroru buðu í götupartý þar sem hljómsveitir og tónlistarmenn, hönnuðir og arkitektar mættust í pop-up borg framtíðarinnar í porti Listasafnsins á dögunum.

Viðburðurinn er stefnumót tónlistar og hönnunar á HönnunarMars // DesignMarch og er samvinnuverkefni sjóðanna sem síðustu ár hafa unnið með og að framgangi fjölda íslenskra tónlistarmanna og hönnuða, hérlendis sem erlendis.

Í porti Hafnarhússins var verkefnið Hæg breytileg átt með sýningu en það varpar ljósi á íbúðir og hverfi framtíðarinnar. Þetta kvöld breyttist sýningin hins vegar í lifandi framtíðarborg þar sem á einni götunni var blásið til partýs.

Retro Stefson, Sin Fang, Samaris, Bjartey & Gígja úr Ylju, Valdimar Guðmundsson & Örn Eldjárn og Snorri Helgason komu fram en hönnun kvöldsins var í höndum Theresu Himmer Brynhildar Pálsdóttur.

Kraumur tónlistarsjóður og Hönnunarsjóður Auroru bjóða upp á myndaveislu frá stuðinu.

 

Unnsteinn í Retro Stefson í góðu stuði

Sindri í Sin Fang stillir græjurnar

211B4087

Það var ýmsilegt í boði

211B4019

Og flestir voru hressir

211B4046

Sumir voru ekki einu sinni í lit

211B4064

Barber barinn var vinsæll

211B3998

Sungið af innlifun

211B3952

Það var nóg af góðri tónlist í boði

211B4114

 

Og hér má fletta í gegnum heilan helling af myndum

 

Auglýsing

læk

Instagram