Nemendur í Hagaskóla söfnuðu 3.7 milljónum fyrir veikan skólafélaga og afhentu í beinni útsendingu

Nemendur í Hagaskóla söfnuðu 3.7 milljónum króna til styrktar skólafélaga sínum, Ólafi Ívari Árnasyni á góðgerðarhátíðinni Gott mál. Ólafur hefur legið á spítala síðan í janúar þegar hann fékk alvarlega veirusýkingu. Sýnt var beint frá gjörningnum á Facebook-síðu skólans.

Nemendurnir sjálfir mynduðu keðju þar sem söfnunarféð var látið ganga frá manni til manns, frá skólanum og alla leið á spítalann til Ólafs.

Rúv.is greindi frá þessu en Gott mál er árlegur góðgerðardagur í skólanum þar sem unglingarnir safna sjálfir fé til að styrkja aðra unglinga. Útsendingu skólans frá því í dag má sjá hér að neðan.

Posted by Hagaskóli on Föstudagur, 17. nóvember 2017

Auglýsing

læk

Instagram