Nicki Minaj sökuð um að stækka rassinn með hjálp Photoshop: Vísar ásökunum á bug

Rapparinn Nicki Minaj hefur verið sökuð um að nota hugbúnað á borð við Photoshop til að stækka á sér afturendann á þessari mynd hérna.

Myndin sýnir Minaj ásamt unnusta sínum, rapparanum Meek Mill. Bent hefur verið á að buxurnar á stílista hennar fyrir aftan virðast vera í laginu eins og rassinn. Það ýtti undir sögusagnir þess efnis að hugbúnaður hafi verið notaður til að stækka rassinn í þessa átt.

Minaj tók ásakanirnar alvarlega og birti spjall sem hún átt við ljósmyndarann sem tók myndina. Þar spurði hún hreint út hvort myndin sé Photoshoppuð.

Ljósmyndarinn útskýrir hins vegar að um skugga sé að ræða og við nánari skoðun virðist sú skýring halda vatni.

Nicki Minaj hlær þó að þessu og segist í texta undir myndinni ekki trúa því að hún hafi farið með málið lengra og spurt ljósmyndarann. „Við þurfum ekki að stækka þennan rass,“ sagði hún lauflétt.

Auglýsing

læk

Instagram