Níu ára gamall sonur Katrínar Jakobsdóttur óvart skipaður stjórnarformaður Byggðastofnunar

Illugi Gunnarsson, níu ára gamall sonur Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, og Gunnars Sigvaldasonar, hefur verið skipaður stjórnarformaður Byggðastofnunar. Gunnar, faðir Illuga, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Illugi fékk bréf frá Innanríkisráðuneytinu í dag um tíðindin þar sem kemur meðal annars fram að skipunin gildi fram að næsta ársfundi Byggðastofnunar, sem skal halda fyrir 1. júlí á næsta ári. Um mistök er að ræða en nafni Illuga, Illugi Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, átti að vera skipaður í stöðuna.

„Stundum færir pósturinn manni eintóm gleðitíðindi,“ sagði Gunnar á Facebook.

Rétt í þessu fékk ég þær fréttir að sonur minn yrði stjórnarformaður Byggðastofnunar. Við fjölskyldan erum svo stolt!

Hér má sjá bréfið

Auglýsing

læk

Instagram