Auglýsing

Hertar aðgerðir eftir helgi – Samkomur verða takmarkaðar við 20 manns

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti í dag, í beinni útsendingu Vísis frá Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Farið var yfir tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á ríkisstjórnarfundi í dag. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun fara nánar yfir þessar tillögur og auglýsa það hvaða reglur það eru sem taka munu gildi.

Meðal annars verður lokað líkamsræktarstöðvum, börum og spilasölum. Einnig verða samkomur takmarkaðar við 20 manns. Þessar aðgerðir munu taka gildi strax eftir helgina og gilda í 2 vikur, í það minnsta.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing