Auglýsing

Norwegian air mun fljúga til Las Palmas og Tenerife frá Íslandi

Norska flugfélagið Norwegian mun fljúga á milli Íslands og Kanaríeyja næsta vetur. Norwegian mun fljúga tvisvar í viku frá Íslandi til Las Palmas frá 30. október. Frá 27. október verða fimm ferðir í viku frá Íslandi til Tenerife. Þetta kemur fram á Vísi.

Norwegian mun fljúga til Las Palmas á miðvikudögum og laugardögum en til Tenerife á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum.

Í tilkynningu frá flugfélaginu segir að það sé nú orðið leiðandi í því að flytja farþega á milli Íslands og Spánar. Flugfélagið hefur boðið upp á áætlunarferðir til Spánar frá Íslandi frá árinu 2016.

Norwegian býður einnig upp á flug til Madrídar, Barcelona, Alicante, Osló og Bergen, frá Íslandi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing