Ný klippa úr Borgríki 2

Hátt í tíu þúsund manns hafa séð kvikmyndina Borgríki 2: Blóð hraustra manna frá því hún var frumsýnd fyrir tveimur vikum. Nútíminn birtir nýja klippu úr myndinni hér fyrir neðan.

Þá hefur Borgríki 2 fengið góðar gagnrýnenda. Hún fær fjórar stjörnur í Morgunblaðinu, þrjár og hálfa hjá gagnrýnanda vefsins Klapptré, þrjár í Fréttablaðinu og þrjár á kvikmyndavefnum Svarthöfða.

Í dómi Svarthöfða kemur fram að Hilmir Snær steli senunni:

Senuþjófur myndarinnar, að öllum öðrum ólöstuðum, er svo Hilmir Snær Guðnason sem nýtur sín í botn sem harðjaxlinn sem stjórnar sérsveit lögreglunnar. Hann töffar yfir sig í hlutverki sem hann hefur bersýnilega skemmt sér konunglega að kljást við.

Nútíminn birtir hér nýja klippu úr myndinni:

Borgríki 2: Blóð hraustra manna er sýnd í Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó, Borgarbíó Akureyri, Sambíóinu Keflavík, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllinni Akranesi.

Auglýsing

læk

Instagram