Nýtt myndband frá Tilfinnu úr Reykjavíkurdætrum: „Töggum, lækum, mötsum, pókum“

Rapparinn Tilfinna úr Reykjavíkurdætrum hefur sent frá sér myndband við lagið Heppin. Dominique Gyða Sigrúnardóttir leikstýrði myndbandinu sem þú getur horft á hér fyrir ofan.

Tilfinna segir að lagið taki á mörgum birtingarmyndum aftengingar og vanmáttar manneskjunnar í heimi þar sem styrjaldir og mansal eru daglegt brauð en hinum megin við hafið tröllríða samfélagsmiðlar öllum í skraufþurrt rassgatið.

Hvorki meira né minna.

„Ég var stödd á Bali eftir fimm mánaða reisu um Asíu með kærastanum mínum,“ segir Tilfinna um hugmyndina á bakvið lagið.

Ég lá í allsnægtum á píkunni á pallinum fyrir framan litla strákofann okkar að japla á fersku ávaxtasalati og hugsaði með mér: Djöfull er ég fokking heppin!

Hún fékk samviskubit yfir því að hafa það svona gott um leið og hún sleppti hugsuninni. „Við búum í samfélagi þar sem við mætum lúxusvandamálum daglega; kíkjum á djammið um helgar og horfum svo á fréttirnar yfir sunnudagsteikinni,“ segir hún.

„Ég fann að ég vildi prófa að stilla þessum hliðstæðum saman og notast við íróníuna til að nálgast umfjöllunarefnið á ópersónulegri hátt. Úr varð djammlag með twisti.“

Auglýsing

læk

Instagram