Óborganlegir aðdáendur KFC á Íslandi

Skyndibitakeðjan KFC á eflaust einlægasta og tryggasta aðdáendahóp landsins. Fjöldi, stærð og vinsældir veitingastaðanna er eitt en að skoða viðbrögð við færslum sem KFC birtir á Facebook er óborganlegt.

KFC fær yfirleitt mikil viðbrögð við myndum og öðrum færslum en það ætlaði allt um koll að keyra þegar skyndbitakeðjan setti af stað leik á dögunum: „Ímyndaðu þér að þetta sé allra síðasta máltíðin sem þú færð nokkurn tíma að panta þér á KFC. Hvað yrði fyrir valinu?“

Hátt í 900 manns hafa opinberað ósk um hinstu kjúklingamáltíð sína og ummælin sem fylgja eru oftar en ekki stórkostlegt. Er hægt að elska kjúkling svona mikið?

Við birtum hér 13 bestu ummælin, óritskoðuð og óleiðrétt. Loks tökum við fram að KFC greiddi ekki fyrir þessa umfjöllun — okkur fannst þetta í alvöru bara frábært efni. Gjörið svo vel:

13. Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir:

Hot wings klárt mál! og ekki gleyma því krakkar, Föstudagar eru Kenny dagar!!!

12. Katrín Sigríður Steingrímsdóttir:

Ég get ekki séð þann dag fyrir mér.. endalok alheimsins. En ætli það yrði ekki zinger boxmaster!

11. Þór Sæþórsson:

6 hot wings, 2 upplæri, 2 stakar kartöfluskífur, 1 bbq læri og eftirrétt af því ég hef aldrei keypt mér einn slíkan. Síminn á silent, eðal ræma í tækið og hækka í botn!

10. Reynir Svavarsson:

Er það spurning… Zinger löðrandi í BBQ og 2 bitar útataðir í BBQ, og svo skolað niður með PEPSI MAX… og hvar annarstaðar en á KFC á ÍSLANDI þar sem þeir eru bestir

9. Guðmundur Gunnlaugsson:

Boxmaster zinger með extra pepper mayo, tveir auka bitar og stóra kjúklingasósu (og blanda tveimur hot sauce bréfum út í). Með þessu væri að sjálfsögðu ískalt 7-up árgerð 2014.

8. Viktor Smári Sigurjónsson:

Zinger tower borgari alveg hreint löðrandi í bbqsósu, franskar , maís og brúna sósu. Og síðan myndi ég eflaust taka aðra svoleiðis máltíð með heim til að geta notið þess í hinnsta sinn.

7. Birna Úlfarsdóttir:

No 1 eins og ég hef pantað í meira en þrjátíu ár og fæ bara ekki leið á því ……

6. Bryndís Þór Richter:

Hot wings ábyggilega smakkađi þá fyrst núna um helgina međ kærastanum og viđ kláruđum alveg 25 stykki haha Mmmm

5. Brynjar Örn Bjarkason:

Zinger tower burger var síðasta máltíðin mín á KFC fyrir kjálkaaðgerð og verður sú fyrsta þegar að ég má borða aftur

4. Gunnhildur Björgvinsdóttir:

Það er ekki flókið..besta máliðin, Tower borgari með bbq sósu, sleppa majo með frönskum og gosi…uppáhaldsmaturinn minn ..elska þennan borgara með öllu

3. Kolbrún Sara Ósk Kristinsdóttir:

Virkar þetta líka á Taco bell? Þá myndi ég fá með Taco með kjúkling, og maís með. Áður en ég hætti í gluteni hefði ég valið zinger tower borgara?

2. Sigfús Már Björnsson:

Máltíð númer 7 aka spiikaður tower burger á kantinum með fröllum og kjúklingasósu juiicy..

1. Sigurjón Sumarliði Guðmundsson:

Ókei, heimsendir er í nánd, það eru skríðandi forhirtir uppvakningar sem vilja borða mig þar sem ég þurfti að lifa á nokkrum félögum í millitíðinni þar sem þetta eru jú endalok alls. Ég myndi setja á mig svuntu, taka flest allt það feita sem er á matseðlinum og gera ultimate BBQ Zinger Tower Boxmaster motherf….. með nóg af fröllum, helst löðrandi í brúnni sósu og kokteil þannig að ég finni að æðarnar þrengist við hvern bita sem veldur örum slætti í æðinni sem liggur uppí heila. Að lokum myndi ég þegar ég sé forhirtu uppvakningana koma að staðnum að þá myndi ég setja gasið á fullt og kveikja á eldspýtu til að sprengja mig og staðinn upp því frekar fell ég fyrir eigin hendi en forhirtum uppvakningum.

Auglýsing

læk

Instagram