Opna nýja heimasíðu með fræðsluefni um geðheilbrigði og geðsjúkdóma á mannamáli

Geðfræðslufélagið Hugrún opnaði í gær nýja heimasíðu og fór samhliða því af stað með herferðina Huguð. Herferðinni er ætlað að vekja athygli á geðheilbrigði og geðsjúkdómum. Vísir.is greinir frá þessu.

Sjö einstaklingar taka þátt í herferðinni og deila eigin reynslu. Meðal þeirra eru Snapchat-stjarnan Aron Mola og Hrefna Huld Jóhannsdóttir fyrrverandi landsliðskona í fótbolta.

„Þetta átti ekki að vera einhver hátíðleg fræðsla um geðsjúkdóma heldur átti þetta að vera aðgengilegt,“ segir Elísabet Brynjarsdóttir formaður Hugrúnar í samtali við Vísi.

Félagið sjálft er rekið af sjálfboðaliðum og hefur það markmið að fræða ungt fólk um geðheilbrigði og geðsjúkdóma. Á heimasíðu félagsins má finna gagnlegan fróðleik um þessi mál.

Þar má einnig finna veftímarit sem inniheldur viðtöl við þá sjö einstaklinga sem taka þátt í herferðinni með því að deila eigni reynslu. Ásamt þeim Aroni Mola og Hrefnu Huld segja þau Vala Kristín Eiríksdóttir, Iðunn Garðarsdóttir, Tryggvi Ófeigsson, Ragnar Jón Ragnarsson og Sonja Björg Jóhannsdóttir sögu sína.

Auglýsing

læk

Instagram