Páll Óskar kveður Sjallann: Lokar um áramótin

Skemmtistaðurinn Sjallinn á Akureyri lokar fyrir fullt og allt um áramótin. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Sjallinn er án efa einn sögufrægasti ballstaður landsins og hafa margar af vinsælustu hljómsveitir landsins í gegnum tíðina troðið þar upp. Nú hefur húsið verið selt og til stendur að reisa hótel á lóðinni.

„Ballbransinn hefur breyst mikið undanfarið og þróunin hefur því miður orðið þannig að erfiðara er að fá bönd til þess að koma og spila. Þetta hefur sett strik í reikninginn í okkar rekstri. Við fengum þetta tilboð í húsið fyrst fyrir þremur árum og það er búið að skoða það með opnum hug lengi. Því miður er þetta niðurstaðan,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, eða Dabbi Rún, skemmtanastjóri Sjallans, í samtali við Fréttablaðið.

Dabbi reiknar með að síðasta Sjallaballið verðu á gamlárskvöld.

Páll Óskar Hjálmtýsson heldur sitt síðasta ball í Sjallanum á laugardagskvöld. Í samtali við Fréttablaðið segist hann ósáttur við að skemmtistaðir og tónlistarfólk þurfi sífellt að lúffa fyrir nýjum hótelum:

Mér finnst það bera vott um tvöföld skilaboð þegar við Íslendingar montum okkur sífellt af blómlegu tónlistarlífi, en lokum svo fallegustu stöðunum okkar sem eru gagngert gerðir fyrir tónlistarflutning

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Instagram