Páll Óskar tryllir aftur Húkkaraballið

Júníus Meyvant, Páll Óskar og Nýdönsk koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum sem fer fram um verslunarmannahelgina, 31. júlí til 2. ágúst.

Sjá einnig: Amabadama í fyrsta skipti á Þjóðhátíð

Í tilkynningu kemur fram að Júníus Meyvant átti eitt mest spilaða lag landsins á síðasta ári og ásamt því að vera valinn bjartasta vonin í poppi og rokki á íslensku tónlistarverðlaununum. Þá var lagið Color Decay valið lag ársins. Hægt er að hlusta á það hér fyrir neðan.

Dalurinn á eftir að syngja með þessum einstaka tónlistarmanni. Páll Óskar hefur verið fastagestur í dagskrá Þjóðhátíðar undanfarin ár og skal engan undra, stemningin sem hann nær í Dalnum er einstök. Palli mun einnig skemmta aftur á Húkkaraballinu í ár. NýDönsk mætir svo einnig og skemmtir af sinni alkunnu snilld – verður gaman að sjá þá félaga Daníel Ágúst og Björn Jörund trylla Þjóðhátíðargesti.

Forsala miða hefst 9. apríl á vefnum Dalurinn.is.

Auglýsing

læk

Instagram