Páll Winkel fór ekki að leggja kapal eftir að fanginn strauk af Sogni

Páll Winkel fangelsismálastjóri var ekki í miðjum kapli í gær þegar hann tjáði sig um málefni strokufangans Sindra Þórs Stefánssonar í samtali við fréttir Stöðvar 2. Um annars konar hugbúnað er að ræða. Þetta segir Páll í samtali við Nútímann.

Sindri Þór skreið út um glugga í fangelsinu að Sogni í gærnótt og flúði svo land. Páll var víða í viðtölum um málið en það sem sást á skjánum bakvið hann stal senunni.

Það sem lítur út eins og gamli, góði Solitare er hins vegar forsíða á gagngrunni Fangelsismálastofnunar. „Lítið er lagt upp úr útliti hans enda mjög þröngur hópur starfsmanna sem notar hann,“ segir Páll í samtal við Nútímann.

Ég geri mér grein fyrir að útlitið er ekki í samræmi við nýjustu tísku. Tölvuvinna er dýr og við að spara. Hugbúnaðurinn er öflugur þó hann líkist Solitaire.

Páll segir ágætt að fá málið leiðrétt. „Enda ekki gott ef fólk heldur að fyrstu viðbrögð mín við alvarlegum atvikum í fangelsum sé að hella mér í spilakapal svona á milli þess sem maður veitir fjölmiðlum nauðsynlegar upplýsingar,“ segir hann.

Auglýsing

læk

Instagram