Pokémon Go loksins í boði á Íslandi

Tölvuleikurinn Pokémon Go er loksins í boði í íslensku útgáfunum af App Store og Play Store. Hingað til þurfti fólk að fara krókaleiðir til að sækja leikinn en hann kom út 26 Evrópulöndum í dag.

Sjá einnig: Stærsta Pokémon-veiði í sögu Íslands, spilari segir að gamall draumur sé að rætast

Pokémon Go er nýr tölvuleikur fyrir snjallsíma og spjaldtölvur. Leikurinn hefur slegið í gegn um allan heim eftir að hann kom út í byrjun júlí.

Pokémon eru upprunalega tölvuleikir fyrir Gameboy sem komu út árið 1996 og urðu að risastóru veldi tölvuleikja, spila, tuskudýra og teiknimynda.

Í stuttu máli er hægt að lýsa þessu svona: Google Earth + Pokémon + Snjalltæki = Pokémon Go. En það er of einfalt, dýpkum þetta aðeins.

Leikurinn virkar þannig að þú safnar ævintýralegum Pokémon-dýrum sem margir þekkja úr fyrri leikjum. Þú gerir þetta með því að nota staðsetningu og kortaleiðsögn snjalltækis (og klukkuna).

Þú gengur um (nei, ekki inn í leiknum heldur utandyra) á milli staða og notar símann til að sjá gagnlega staði innan leiksins og Pokemón dýr til að safna. Þú færð í raun aðra sýn á raunveruleikann í gegnum símann, sem er kallað AR eða Alternative Reality á ensku.

Til að fanga dýrið sem þú finnur, kastar þú bolta á skjá símans að því. Svo þegar þú hefur safnað dýrum, þá getur þú þjálfað þau og gert ýmislegt annað. Leikurinn á svo að fá reglulegar uppfærslur og næst á dagskrá er að leyfa spilurum að skiptast á dýrum. Markmiðið er að safna öllum 151 dýrunum.

Auglýsing

læk

Instagram