Auglýsing

Ráðist á Tómas Geir í Tælandi, laminn sex sinnum í höfuðið með hafnaboltakylfu

Ráðist var á Tómas Geir Howser, sem fékk viðurnefnið Tilfinninga-Tómas eftir frækilega frammistöðu í Gettu betur í fyrra, og tvo félaga hans í Tælandi í gær. Tómas segir frá árásinni á Facebook-síðu sinni og segir að um verstu lífsreynslu lífs hans sé að ræða en hann var meðal annars laminn sex sinnum í höfuðið með hafnaboltakylfu.

„Þetta er klárlega versta lífsreynsla sem við höfum lent í og mun ég örugglega aldrei gleyma því þegar ég sá hafnaboltakylfuna nálgast höfuðið mitt,“ segir hann,

Tómas rekur atburðarásina í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að kvöldið hafi verið mjög skemmtilegt þangað til þeir þurftu að nota klósettið. „Við fórum á einhvern bar sem var opin og báðum við þá um að nota salernið,“ segir hann.

Þeir byrjuðu á því að krefja okkur um pening fyrir að nota salernið en við neituðum og spurðum hvort að við mættum ekki bara nota salernið. Þeir neituðu aftur og eftir smá tíma sættumst við á að borga en þá sögðu þeir að það væri orðið of seint að borga.

Tómas var þá laminn með hafnaboltakylfu í höfuðið. „Ég datt samstundis í jörðina og fékk aftur högg í höfuðið. Fimm menn héldu mér niðri og var einn þeirra með tazer sem ég fékk tvisvar í líkamann. Ég var í heildina laminn sex sinnum með hafnaboltakylfu í hausinn,“ segir hann.

„Ég náði einhvern veginn að standa upp og flýja og hoppa yfir mann sem reyndi að fella mig. Ég fann Andra og strákana en fattaði þá að Sturla væri ennþá inni. Ég hugsaði auðvitað það versta en Sturla kom stuttu seinna. Hann fèkk skurð aftan á hnakkann. Hann sagði mér að þeir hefðu verið með málmstykki sem þeir ætluðu að nota en hann sannfærði einn árásarmanninn um að gera það ekki.“

Þeir fundu lögreglumann sem vildi ekki hjálpa þeim og árásarmennirnir komust undan. Tómas segir að góðhjartaður tælenskur maður hafi svo komið þeim til hjálpar og farið með þá á spítala þar sem vel var hugsað um þá.

„Sturla fékk nokkur spor aftan á hnakkann og ég fór í röntgenmyndatökur,“ segir hann.

„Ótrúlegt en satt brotnaði ég ekki neinstaðar en á móti kemur lít ég út eins og Jared Leto í Fight club eftir að Edward Norton „felt like destroying something beautiful“.

Tómas segir að sér finnist leiðinlegt að þurfa að láta fólk vita af þessu í gegnum Facebook. „En mig langar að láta ykkur vita að svona hlutir geta gerst af ástæðulausu hvar sem þú ert í heiminum,“ segir hann.

„Við vorum ekki í einhverju skuggalegu hverfi í Bangkok heldur vorum við á aðal Túristagötunni, Khao San Road. […] Ástæðan afhverju ég set þessa færslu inn er ekki endilega til að fá einhverja vorkun heldur langar mig að láta fólk vita að það er til svo mikið af klikkuðu fólki sem leitar að minnstu ástæðu til þess að ráðast á fólk.“

Hér má sjá færslu Tómasar sem hann hvetur fólk til að deila.

Ég veit ekki hvar èg á að byrja. Eins og flestir vita þá er ég í heimsreisu með Sturlu og Davíð og erum við búnir að…

Posted by Tómas Geir Howser Harðarson on Saturday, April 2, 2016

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing