Ræða Helga Hrafns er loksins komin í lag Jónasar Sig: Helgi fær undirspilið sem allir biðu eftir

Ræða Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata, í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi á miðvikudag vakti mikla athygli. Helgi Hrafn lauk ræðu sinni á því að vitna í lag Jónasar Sigurðssonar, Hleypið mér út úr þessu partíi.

Sjá einnig: Helgi Hrafn vitnaði í Jónas Sig í Eldhúsdagsumræðum

Fjölmargir hafa hreinlega óskað eftir því að ræða Helga verði að lagi, eins og ræða Gunnars Braga á dögunum og viðtal Sveinbjargar Birnu í Kastljósinu.

Það þurfti hins vegar ekki að smíða laglínu úr orðum Helga — hún er þegar til í lagi Jónasar Sig. Eina sem þurfti að gera var að stilla honum upp í laginu og það gerði hljóðmaðurinn Árni Bergmann. Nútíminn klippti svo saman myndband sem má sjá hér fyrir neðan. #égseginei

 

Auglýsing

læk

Instagram