Raggi Sig rakar mottuna af Ólafi Inga: „Eigum við að hafa þetta svona eða taka þetta allt af?“

Ragnar Sigurðsson var rétt í þessu að raka yfirvaraskeggið hans Ólafs Inga Skúlasonar af. Ólafur Ingi sýnir ferlið í Stories á Instagramminu sínu. 

Ólafur Ingi safnaði yfirvaraskeggi fyrir HM í Rússlandi og sagðist í samtali við Vísi hafa gert það til að gleðja landsliðshópinn. Honum fannst þetta ekki mjög fallegt en gerði þetta fyrir stemninguna og djókið. Hann sagðist sennilega eiga eftir að sjá eftir þessu þegar hann skoði myndir frá HM eftir nokkur ár.

Ólafur Ingi vakti mikla athygli hjá heimamönnum í bænum Gelendzhik, aðsetri landsliðsins á meðan á HM stendur, og voru Rússarnir hrifnir af mottunni.

En nú er mottan horfin og það er spurning hvort að það verði ekki bara happa í næsta leik Íslands á HM gegn Króatíu.

Hægt er að sjá Ragga Sig raka yfirvaraskeggið af Ólafi Inga í Instagram Stories á Instagram-reikningi hans.

Auglýsing

læk

Instagram