Ragnheiður Ríkharðsdóttir leggur til að konur stýri landinu frá 2017

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þingflokksformaður flokksins, lagði til í liðnum störf þingsins rétt í þessu að kosið yrði til kvennaþings árið 2017.

Ragnheiður viðurkenndi að hugmyndin væri mjög róttæk en vildi engu að síður varpa fram þessari hugmynd að breytingu á störfum þingsins.

„[Hugmyndin] er hvort það væri möguleiki í kosningunum árið 2017 að lögbinda að það sitji eingöngu konur á þingi í tvö ár, frá 2017 til 2019, þá verði kosið til kvennaþings til tveggja ára,“ sagði hún.

Og konur fái tækifæri til að sýna fram á, hvort að það sé í raun satt að vinnubrögð kvenna séu með öðrum hætti en vinnubröfð karla.

Ragnheiður sagði að þingið yrði stutt, aðeins tvö ár. „Að loknu því þingi gæti þjóðin sjálf velt því fyrir sér hvort það væri jafnvel bara skynsamlegra að hafa kvennaþing.“

Auglýsing

læk

Instagram