https://www.xxzza1.com

Rauðhærðir fá loksins sín eigin emoji-tákn

Í dag voru gefin út 157 ný emoji-tákn fyrir öll snjalltæki Apple. Rauðhærðir notendur Apple geta tekið gleði sína því að í nýju uppfærslunni má loksins finna emoji-tákn fyrir rauðhærða.

Rauðhærðir notendur Apple hafa lengi kvartað yfir því að eiga ekki sér fulltrúa í broskörlunum þar sem að flestir aðrir eiga fulltrúa.

Einn rauðhærður notandi Apple benti á að þó svo að aðeins 2 pró­sent af heim­in­um séu rauðhærðir þá jafn­gild­ir það um það bil 138 millj­ón­ir rauðhærða iP­ho­ne not­enda sem hafa verið skild­ir eft­ir út und­an.

Önnur tákn sem komu með nýju uppfærslunni voru meðal Llama dýr, beyglur, humar og klósettpappír. Nú er samtals hægt að velja úr 2823 táknum.

Skjáskot/Unicode

Hér að neðan má sjá myndband af öllum nýju brosköllunum sem komu með nýju uppfærslunni.

Auglýsing

læk

Instagram