Auglýsing

Rekstur Vaðlaheiðarganga valdið vonbrigðum í sumar

Rekstur Vaðlaheiðarganga hefur ekki gengið eins og við var búist það sem af er sumri. Áætlun rekstrarfélagsins gerði ráð fyrir að um 90 prósent af umferð um svæðið færi í gegnum göngin – raunin er hins vegar sú að hlutfallið er nær 70 prósent. Þetta kemur fram á vef DV í dag.

Umferð um Víkurskarðið hefur aukist eftir því sem hefur liðið á sumarið og þar af leiðandi hefur umferð um göngin minnkað. Haft er eftir Valgeiri Bergmann, framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganganna, á vef DV að tekjur sumarsins séu um 65 til 70 prósent minni en áætlað var.

Það stafar þó ekki einungis af lítilli bílaumferð heldur einnig vegna þess að fleiri greiddu fyrirfram fyrir ferðir en áætlað var. Valgeir segir þá að hlutir eins og veðrið skipti einnig máli og að enn eigi eftir að ganga frá í kringum göngin, merkingar verði betri.

Valgeir segir að það komi til greina að endurskoða verðskrá ganganna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing