Rólegt hjá löggunni á fyrsta kvöldi verslunarmannahelgarinnar

Skemmtanahald hefur gengið ágætlega fyrir sig í nótt eftir því sem næst verður komist. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Nóttin í Vestmannaeyjum var tíðindalítil hjá lögreglu. RÚV hefur eftir lögreglunni að smá erill hafi verið um tíma en þokkalegt ástand. Ekkert alvarlegt kom inn á borð lögreglu en Vísir greinir frá því að fjórir hafi sofið sváfu úr sér í fangageymslum.

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum sagði í aðdraganda þjóðhátíðar að ef kynferðisbrot komi upp á Þjóðhátíð, þá verði greint frá þeim eftir hátíðina.

Ekkert var að gera hjá lögreglunni á Akureyri og allt með rólegasta móti samkvæmt frétt RÚV. Rétt eins og á Ísafirði en þar gisti þó einn maður fangageymslur.

Auglýsing

læk

Instagram