Sagðar hafa kúgað 700 þúsund út úr öðrum manni: Sögðu hann hafa nauðgað Hlín

DV greindi frá því í dag að systurnar Malín Brand og Hlín Einarsdóttir hafi verið kærðar fyrir aðra fjárkúgun.

Á Vísi kemur fram að maðurinn sem kærði þær greiddi 700 þúsund krónur gegn því að vera ekki sakaður um að hafa nauðgað Hlín.

Sjá einnig: Bréfið var að hluta til samsett úr stafaúrklippum

Maðurinn og Hlín eiga að hafa sofið saman á laugardagskvöldi í apríl, samkvæmt frétt Vísis. Eftir helgina á Malín að haft samband við manninn og sakaði hann um nauðgun. Hún sagðist hafa gögn sem sönnuðu mál hennar.

Heimildir DV herma einnig að Malín Brand hafi tekið við upphæðinni.

Maðurinn krafðist þess að fá sönnun fyrir því að hann hafi greitt tilgreinda upphæð. Malín Brand gaf manninum kvittun fyrir upphæðinni og er sú kvittun nú hluti af rannsóknargögnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Á Vísi segist maðurinn hafa þá kvittun undir höndum og að hún sé rituð á bréfsefni Morgunblaðsins. Malín Brand starfar þar sem blaðamaður.

Auglýsing

læk

Instagram