Sálin hans Jóns míns með Þjóðhátíðarlagið

Sálin hans Jóns míns semur Þjóðhátíðarlagið í ár. Lagið verður ekki frumflutt fyrr en í sumar en verslunarmannahelgin verður í ár frá 31. júlí til 2. ágúst.

Í tilkynningu frá Þjóðhátíðarnefnd kemur fram að löngu sé orðið tímabært að fá eina allra skemmtilegustu hljómsveit landsins til að koma með eitt stykki Þjóðhátíðarlag sem allir geta sungið með.

Eins og undanfarin ár þá verður lagið frumflutt í byrjun sumars, nauðsynlegt svo fjöldinn læri textann og taki vel undir í Dalnum – og erum við sannfærð um að þetta verði, eins og áður, eitt vinsælasta lag ársins – sérstaklega í höndum snillingana í Sálinni.

Jón Jónsson sá um Þjóðhatíðarlagið í fyrra,Björn Jörundur árið þar áður og þar á undan voru það Fjallabræður og Sverrir Bergmann.

Búið er að staðfesta að hljómsveitirnar og listamennirnir FM Belfast, AmabAdamA, Páll Óskar, Nýdönsk og Júníus Meyvant komi fram á hátíðinni og nú bætist Sálin í hópinn.

Forsala miða hefst 9. apríl á Dalurinn.is.

Auglýsing

læk

Instagram