Segir leikmenn úr Pepsi-deildinni hafa verið „rúllandi“ í brekkunni á Þjóðhátíð í Eyjum

Nokkrir leikmenn úr Pepsi-deild karla í fótbolta voru „rúllandi í brekkunni“ á Þjóðhátíð í Eyjum um helgina. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Harmageddon á X977 rétt í þessu. Hlustaðu á viðtalið hér fyrir neðan.

Kristján Óli Sigurðsson, sparkspekingur Harmageddon, sagði í Harmageddon að „gomma“ af Pepsi-deildarmönnum hafi verið á Þjóðhátíð um helgina og það hafi endurspeglast í umferðinni sem fór fram í deildinni í gær.

„Sumir höguðu sér, aðrir ekki og það endurspeglast í frammistöðu leikmanna,“ sagði Kristján.

Sören [Frederiksen] og Jakob [Schoop], tveir rándýrir danskir leikmenn, voru rúllandi um brekkuna ásamt Jeppe Hansen, framherja Stjörnunnar — hann var hauslaus í brekkunni, það er staðfest.

Kristján Óli sagði að þetta væri skandall og hvatti leikmenn til að skemmta sér þegar deildinni lýkur í október.

„Þetta eru atvinnumenn í íþróttinni og eiga væntanlega að vera fyrirmyndir annarra. Þetta er til háborinnar skammar. Það voru samt leikmenn sem skoruðu í gær og voru í Eyjum. En þeir höguðu sér. Það er hægt að fara á Þjóðhátíð edrú þó ég myndi aldrei nenna því.“

Kristján sagði þessa hegðun geta ráðið úrslitum í október, þegar mótinu lýkur.

Hlustaðu á viðtalið við Kristján hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Instagram