Segja hræðilegar sögur af dónalegum viðskiptavinum: Fjölskylda skildi eftir kúkableyju í þjórfé á veitingastað

Rúmlega 5.000 manns eru í hóp á Facebook sem ber heitið: „Sögur af dónalegum viðskiptavinum“ en þar deilir fólk reynslu sinni af dónalegum viðskiptavinum þjónustufyrirtækja. Yfirskrift hópsins er nokkuð einföld en þar segir: „Fólk sem er ömurlegt við fólk í þjónustustörfum á skilið að vera public shame-að. Bjóðið vinum ykkar.“

Nútíminn tók saman brot af því besta og fékk leyfi til að birta.

1. Viðskiptavini fannst nafn hennar ljótt

Sigurbjörg Erna Halldórsdóttir varð fyrir barðinu á dóna sem hatar nafnið hennar. „Ég er að vinna í verslun þar sem ég er með nafnspjald. Kona kemur inn í búð og ég býð góðan dag.

Viðskiptavinur: Heitir þú Sigurbjörg?
Ég: Já (og brosi).
V: Dóttir mín heitir einmitt Sigurbjörg og er nefnd eftir mömmu minni
Ég: Já er það? (Og brosi)
V: Já en ég kalla hana alltaf millinafninu hennar því mér finnst Sigurbjörg svo ljótt nafn.

„Ég bara hló. Var í sjokki bara! 
Í 1. lagi, af hverju að segja mér að þér þykir nafnið mitt ljótt?? 
Í 2. lagi, af hverju að nefna barnið sitt nafni sem þér finnst ljótt???“

2. Vilja borga með Costco-korti

Íris Benjamínsdóttir, starfsmaður á bensínstöð lendir reglulega í því að fólk vilji borga með Costco-kortum. „Íslendingar reyna oft að kaupa bensín í vinnunni með Costco-kortum.
 Ég er hvorki Costco starfsmaður á plani né í verslun. Vinn í Skeljungi.
 Fæ svo reglulega drullu fyrir að taka ekki við costco kortum,“ segir hún.

3. Kúkableyja í þjórfé

Brynhildur María Gestsdóttir, þjónn fékk ansi slæmt þjórfé frá barnafjölskyldu á veitingastaðnum sem hún starfar á. „Þetta er mesta „what the fuck“-móment sem ég hef upplifað á veitingastað,“ segir hún.

„Ég var að að taka af borði sem barnafjölskylda hafði setið við. Það var greinilegt að það hafði myndast smá heimsstyrjöld við borðið miðað við útganginn á því. Allt gólfið var útí frönskum og mylsnum af matnum, búið að sulla úr glösum yfir borðið og leikföng úr barnahorninu dreifð út um allan bás. Allt í góðu með það, maður verður öllu vanur í svona starfi. Eða svo hélt ég þangað til ég sá þessa myndarlegu kúkableyju sem hafði verið komið fyrir á einum matardisknum!“

4. Fræga fólkið var með dólg við Nínu

Nína Snorradóttir hefur lent í dónaskap frá fína og fræga fólkinu: „Bíddu, veistu ekki hver ég er eða?!?! — Fooooooookkkkkjúúúúúú!“

5. Hryllingssaga um dónalegt fólk og hland

Starfsmaður í kvikmyndahúsi sem vildi ekki láta nafns síns getið segist þurfa að fást við ýmislegt. „Fyrir þá sem vita ekki, eftir að mynd klárast er farið inn í sal og þrifið, til þess allt sé hreint og fínt fyrir næstu bíógesti,“ segir starfsmaðurinn.

„Ég er vön því að henda glösum og popppokum og einnig að sjá polla sem ég þarf að þrífa upp. En um daginn var ég að taka til í sal eftir barnamynd þar sem einhver hafði skilið eftir það sem ég hélt væri barnajakki eða peysa — frekar venjulegur hlutur. Ég kláraði að þrífa salinn áður en ég náði í hann til þess að geta sett fötin í sjoppuna þar sem kúnni gæti sótt þau.
 En þetta var ekki jakki heldur voru þetta buxur sem einhver krakki hafði pissað í og forelrarnir skildu eftir í salnum! Það þýðir að einhver krakki labbaði buxnalaus út úr bíóinu.
 Svo pirruð.“

6. Rasshaus móðgar ólétta konu

Ólafía Gerður leit ekki nægilega vel út fyrir þennan rasshaus í vinnu sinni á Keflavíkurflugvelli.

Viðskiptavinur: „You should put some makeup on you look tired.“

„Ég var ólétt og veik þennan dag,“ segir Ólafía.

Auglýsing

læk

Instagram