Selja breskum lyftingamönnum harðfisk

Breski fæðubótarframleiðandinn Bulk Powders hóf á dögunum sölu á íslenskum harðfiski. Harðfiskinn kalla þau Fish jerky ytra og er hann markaðssettur fyrir lyftingamenn og íþróttafólk sem vill auka prótínneyslu sína.

Alison Hedley, yfirmaður vöruþróunar hjá Bulk Powders, segir í samtali við Nútímann að hugmyndin hafi komið eftir að þau sáu harðfisk kynntan á íþróttavörusýningu fyrr á þessu ári:

Næringargildið er frábært og höfðar vel til viðskiptavina okkar. Hátt hlutfall af prótíni og lítið af fitu og kolvetni er eitthvað sem viðskiptavinir okkar leita að og það er frábært að fá eitthvað í staðinn fyrir þurrkað nautakjöt (beed jerky).

Á vef Bulk Powder kemur fram að harðfiskurinn sé ný vídd í neyslu á snarli. Harðfiskurinn kemur í handhægum pokum og fiskurinn er þorskur sem er veiddur við Íslandsstrendur.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Instagram