Sena staðfestir komu Red Hot Chili Peppers til landsins, íslensk sveit sér um upphitunina

Hljómsveitin Red Hot Chili Peppers muni halda tónleika hér á landi 31. júlí á næsta ári.

Tónleikarnir fara fram í nýja hluta Laugardalshallar.

Vísir greindi frá málinu í gær en Sena hefur nú sent frá sér tilkynningu og staðfest að von sé á sveitinni.

Almenn miðasala hefst 15. desember kl. 10 á midi.is. Forsala Senu Live fer fram 14. desember og Songkick forsala fer fram 13. desember.

Sérstök tilkynning verður sent út innan skamms með öllum upplýsingum um allar þessar miðasölur, miðaverð, svæðaskiptingu o.s.frv.

Íslensk hljómsveit mun sjá um upphitun.

Auglýsing

læk

Instagram