Sex Íslendingar sem eru staddir í Las Vegas ásamt Gunnari Nelson

Spennan er að ná hámarki fyrir bardaga Gunnars Nelson og Brandon Thatch annars vegar og Conor McGregor og Chad Mendes hins vegar á UFC-bardagakvöldi í Las Vegas á laugardag.

Sjá einnig: Líkir Gunnari Nelson við snák

Það er ekki á allra færi að skjótast til Las Vegas. Það eru hins vegar nokkrir Íslendingar staddir í borginni núna til að fylgjast með bardaganum og það má eiginlega bóka að þau eru að skemmta sér betur en við hérna heima.

Bardagakvöldið á laugardaginn stefnir í að vera það stærsta í sögunni og spennan er gríðarleg. Ekki síst fyrir bardaga Conor McGregor, sem mætir Chad Mendes.

McGregor er hreinræktaður skemmtikraftur, lét gamminn geisa hjá Conan O’Brien um daginn og hýsir Gunnar Nelson og félaga í glæsihýsi í úthverfi Las Vegas.

En hvaða fólk er þetta sem nýtur þeirra forréttinda að fylgjast með stuðinu á hliðarlínunni? Nútíminn birtir nokkur nöfn.

 

1. Auðunn Blöndal – sjónvarpsmaðurinn

Besta vinna heims.

Auddi fjallar um Gunnar í sérstökum heimildarþætti um bardagakappann. Auddi er nú þegar búinn að kíkja í heimsókn til Gunnars í villuna og fylgjast með æfingum. Hægt er að fylgjast með Audda á Snapchati Nova: novaisland

Leiðrétting kl. 19.17: Ákveðið hefur verið að gera sérþátt um Gunnar. Þátturinn verður því ekki hluti af nýrri þáttaröð af Atvinnumönnunum okkar, eins áður kom fram í fréttinni.

2. Hugi Halldórsson – framleiðandinn

11694994_10206145454529305_4045723114779003398_n

Stórveldið framleiðir þátt Audda og Hugi Halldórsson er maðurinn í brúnni þar. Af því tilefni fóru þeir félagar úr fötunum og skelltu sér í átthyrninginn í líkamsræktarsal UFC.

Auddi og Hugi eru vinir frá Sauðárkróki. Gott ef þeir eru ekki frændur líka? Og hafa unnið saman frá því að Hugi kom inn í sjónvarpsþáttinn 70 mínútur sem OfurHugi.

3. Ágústa Eva – söngkonan

Ágústa Eva tók sig vel út sem útvarpskona.

Ágústa Eva er vinkona Gunnars og æfir í Mjölni eins og hann. Á Facebook-síðu sinni segist hún ætla að njóta hverrar mínútu í Las Vegas.

4. Henry Birgir Gunnarsson – íþróttafréttamaðurinn

HBG

Henry Birgir er íþróttafréttamaður á 365 og segir frá því sem gerist í Las Vegas. Hægt er að fylgjast með því sem gerist bakvið tjöldin á Snapchat: sport365

5. Haraldur Nelson – pabbinn

11693817_865355396880525_151567408675583117_n

Halli Nelson er að sjálfsögðu mættur á svæðið enda aldrei langt undan. Hann er umboðsmaður sonar síns og verður í horninu hjá honum á laugardaginn.

6. Jón Viðar – æfingafélaginn

Gunnar og Jón í Las Vegas í vikunni.

Formaður Mjölnis hefur tekið þátt í undirbúningi Gunnars fyrir bardagann. Ekki nóg með það: Þeir félagar hafa deilt rúmi. Ekki bara í Las Vegas, heldur síðustu tíu ár.

Auglýsing

læk

Instagram