Sex skipti sem Eiður Svanberg gagnrýnir Hraðfréttir

Eiður Svanberg Guðnason heldur úti molum um málfar og miðla á bloggsíðu sinni og hefur gert síðustu ár. Hann virðist ekki vera hrifinn af Hraðfréttum, einum vinsælasta þætti RÚV, og gagnrýndi þáttinn enn og einu sinni í vikunni.

Nútíminn tók saman sex skipti sem hann gagnrýndi Hraðfréttir fyrir málfar en einnig tilveru sína.

 

1. Það þarf kannski ekki mikið að segja en þú sagðir það samt

„Ríkissjónvarpið, sem berst í bökkum fjárhagslega og á mjög á brattann að sækja, lætur sig hafa það að halda áfram að sóa milljónum í svokallaðar Hraðfréttir. Í síðasta þætti (20.02.2015) talaði hraðfréttamaðurinn þrisvar sinnum um að sigra keppnina. Þarf að segja margt um það orðalag?“

2. Jarðsetja Hraðfréttir?

Glee1

„Taktleysi og ósmekkvísi stjórnenda Hraðfréttaþáttar Ríkissjónvarpsins á föstudagskvöld (24.10.2014) kristallaðist í kirkjugarðsatriðinu sem þar var flutt. Ófyndið. Ósmekklegt. Stjórnendur Ríkisútvarpsins ættu nú að sjá sóma sinn í að jarðsetja svokallaðar Hraðfréttir í kirkjugarði misheppnaðara sjónvarpsþátta. Hann hlýtur að vera til.“

3.Fíflagangurinn lifir!

angry-gif-333-16443-hd-wallpapers

„Alvöru fréttaþjónusta Ríkisútvarpsins er skorin niður við trog. Fíflagangur Hraðfréttanna svokölluðu virðist hinsvegar eiga að lifa. Þar er ekkert til sparað.

Er stjórn Ríkisútvarpsins ohf sammála þessu gildismati yfirmanna í Efstaleiti? Merkilegt ef svo er. Hvað kostar annars að sýna Hraðfréttir dag eftir dag á besta tíma?“

4. „Svokallaðar“

giphy (12)

Svokallaðar  Hraðfréttir mættu hverfa“

5. Ævarandi undrunarefni — hvorki meira né minna

giphy (13)

„Það er Molaskrifara ævarandi undrunarefni hvað stjórnmálamenn lúta lágt til að komast skamma stund á sjónvarpsskjáinn. Átt er við stjórnmálamenn og Hraðfréttir, svokallaðar, í Ríkissjónvarpi, til dæmis á föstudagskvöldið var (06.02.2015) . Ef stjórnmálamenn halda að þetta sé þeim til framdráttar, þá er Molaskrifari á öndverðum meiði. Þeir eru frekar að gera lítið úr sér.“

6. Og við endum á einni langri

tumblr_mkqimsIvr61ruw1vso1_500

„Umræðan um svokallaðar Hraðfréttir, sem Kastljós Ríkissjónvarpsins kostar hefur nú náð inn í sali Alþingis. Ástæðan er ofurlöng og ódulbúin auglýsing símafyrirtækisins Nova sem birt var í Hraðfréttum. Þegar útvarpsstjóri er inntur álits afskar hann sig með því að hann hafi ekki séð umrædda auglýsingu! Hvernig hefði nú verið ef okkar frábæri útvarpsstjóri hefði lagt það á sig að horfa á þessa umdeildu auglýsingu og síðan sagt blaðamanninnum skoðun sína. Það var ekki stórmannlegt hjá yfirmanni Ríkisútvarpsins að koma sér hjá því að svara með þessum hætti. Ber ekki útvarpsstjóri ábyrgð á því sem sýnt er í Ríkissjónvarpinu?

Í Hraðfréttum svokölluðum í Kastljósi í gærkveldi (22.11.2012) var opinskátt verið að storka þeim sem voguðu sér að gagnrýna Nóva símaauglýsinguna í fyrri viku. Þar var óbeint sagt: Þingmenn skulu ekki voga sér að gagnrýna okkur. – Gagnrýna okkur! Miklir menn erum við Hrólfur minn, sagði karlinn forðum. Það var engu líkara en einkarekinn auglýsingatími, utan hins eiginlega auglýsingatíma Ríkisútvarpsins væri í þessum svokölluðu Hraðfréttum. Þetta var misnotkun á Ríkissjónvarpinu. Gosdrykkjadósum var stillt uppí forgrunni myndar í tilgangslausu auglýsingaskyni og flutt kjánainnslag um fleiri símafyrirtæki. Sýnir líklega betur en flest annað stjórnleysið, dómgreindarleysið, sem ríkir hjá Ríkisútvarpinu. Ágætu Kastljóssmenn, í fullri vinsemd, hættið að misbjóða okkur. Þið gerið margt vel, en þarna fóruð þið út af sporinu. Fróðlegt væri annars að vita hve mikið af nefskattinum fer í þessa þriggja- fjögurra mínútna vitleysu. Þrjú hundruð þúsund? Fimm hundruð þúsund? Því þorir enginn að svara. Enda kemur þeim sem borga það ekkert við!“

Auglýsing

læk

Instagram