Sex sprenghlægilegar vísbendingar sem sýna að um falsfrétt sé að ræða: „Ég er all in!“

Falsfréttir á íslensku um þjóðþekkta Íslendinga, sem eru sagðir hafa grætt milljarða á viðskiptum með rafmyntina Bitcoin, hafa vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum. „Fréttunum“ er dreift á Facebook og eru látnar líta út eins og fréttir úr Viðskiptablaðinu.

Ansi augljóst er að um falsfréttir er að ræða, þó þeim hafi tekist að blekkja einhverja. Nútíminn tók saman nokkrar vísbendingar sem eiga að sýna fólki að ekki er allt með felldu.

 

1. Það fyrsta sem gefur til kynna að um falsfréttir er að ræða er fjölmiðillinn er sagður heita: „ViðskiptaBAÐIГ

2. Fyrirsögnin er líka eitthvað grunsamleg — eða er einhver séns að leikarinn Rúnar Freyr sitji á 250 milljörðum króna?

????????????

3.Kom fram í ‘Kastljós’ — einmitt það já

4. Þessi mynd á sýna Einar Þorsteinsson, sjónvarpsmann á RÚV, í þann mund sem hann heyrir af ævintýrum Rúnars. Ljósmyndari Viðskiptablaðsins, Haraldur GuðjónsSAN, er merktur fyrir myndinni sem er þó augljóslega skjáskót

Þessir tölvuþrjótar þurfa nú að vanda sig betur. Höldum áfram.

5. Þessi ummæli sem eru eignuð Einari eru líka kostuleg

„Ég er all in!“

????????????

6. Undir falsfréttinni má svo finna falskar athugasemdir — þær eru miklu fyndnari en raunverulegar athugasemdir

Gaman að sjá japanskan vin okkar mæta: „Er þetta í boði í Japan?“

Auglýsing

læk

Instagram