Sigmundur segir að Framsókn hefði gengið betur undir hans stjórn, hefðu getað náð 19% fylgi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir að Framsókn hefði gengið betur í alþingiskosningunum undir hans stjórn. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Sigurður Ingi Jóhannsson var kjörinn formaður flokksins fyrir mánuði.

Sjá einnig: Vigdís vill að Sigurður Ingi segi af sér, versta kosning Framsóknar í heila öld

Sigmundur Davíð segir í samtali við Fréttablaðið að undir hans stjórn hefði flokkurinn getað gert ráð fyrir 18 til 19% fylgi, ekki 11,5% fylgi.

Ég var búinn að leggja drög að því hvernig með öflugri kosningabaráttu hefðum við getað hækkað fylgið um kannski fjögur prósentustig og svo kannski tvö í viðbót í kosningunum sjálfum. Við hefðum þá getað gert ráð fyrir 18 til 19 prósent fylgi.

„Það er ekki hægt að gera annað en að viðurkenna að þetta er ekki góð niðurstaða. En þetta kemur kannski ekki á öllu leyti að óvart eftir það sem á undan er gengið,“ segir Sigmundur Davíð. 

„Að vera með flokkinn í innbyrðisátökum vikum og mánuðum saman, frekar en að einbeita sér að því að undirbúa kosningar og fara samhent í þær með þennan árangur sem við vorum búin að ná, leiddi til þessara niðurstöðu. Þeir sem höfðu áhyggjur af Píratastjórn fóru yfir á Sjálfstæðisflokkinn sem auðnaðist það að standa saman,“ segir hann einnig í samtali við Fréttablaðið. 

Auglýsing

læk

Instagram